Nextcloud-forritið fyrir Android er opið og frjálst, og gerir þér kleift að nálgast allar skrárnar þínar á Nextcloud-skýinu þínu.\n\nEiginleikar:\n* Einfalt, nútímalegt viðmót, með þema í samræmi við netþjóninn þinn\n* Sendir skrár inn á Nextcloud-þjóna\n* Deilir skránum þínum með öðrum\n* Heldur eftirlætisskránum og möppunum þínum samstilltum\n* Leitar í öllum möppum á þjóninum þínum\n* Sjálfvirk innsending mynda og myndskeiða sem tekin eru með tækjunum þínum\n* Heldur uppfærðu með tilkynningum\n* Styður við marga notandaaðganga\n* Öruggur aðgangur að gögnunum þínum með fingrafari eða PIN-númeri\n* Samþætting við DAVdroid fyrir auðvelda uppsetningu á samstillingu dagatals og tengiliða\n\nTilkynntu um vandamál á https://github.com/nextcloud/android/issues og ræddu um þetta forrit á https://help.nextcloud.com/c/clients/android\n\nNýr í Nextcloud? Nextcloud er þinn eiginn vefþjónn til samstillingar, samskipta og deilingar á skrám. Kóði hugbúnaðarins er fullkomlega opinn og frjáls til afnota; þú getur hýst hann sjálfur eða borgað fyrirtæki fyrir að gera það fyrir þig. Á þennan máta, hefur þú sjálfur full yfirráð yfir myndunum þínum, dagatalinu, tengiliðaskránum, skjölunum þínum og öllu öðru tilheyrandi.\n\nSkoðaðu fleira um Nextcloud á https://nextcloud.com